Erlent

Þingkona á flótta vegna morðhótana

Belgískur þingmaður sem hefur gagnrýnt íhaldssama múslima harkalega fór í felur vegna morðhótana. Mimount Bousakla vakti fyrst athygli með bók sem hún skrifaði um vandamál þess að alast upp í blöndu belgískrar og marokkóskrar menningar. Þar gagnrýndi hún meðal annars nauðungarhjónabönd og kynjamisrétti, nokkuð sem hún hefur haldið áfram eftir að hún var kjörin á þing. Eftir að hún gagnrýndi helstu samtök múslima á dögunum fyrir að fordæma ekki morðið á hollenskum kvikmyndagerðarmanni fóru henni að berast morðhótanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×