Erlent

Konur 13 prósent stjórnarmanna

Langt er enn í land með að minnst 40 prósent stjórnarmanna í skráðum norskum fyrirtækjum séu kvenkyns eins og stefnt er að fyrir mitt næsta ár. Þetta kemur fram í skýrslu norsku jafnréttisstofnunarinnar. Hún sýnir að einungis þrettán prósent stjórnarmanna eru kvenkyns. "Kannski þurfum við kraftaverk. Útlitið er mjög slæmt núna," sagði Long Litt Woon, yfirmaður stofnunarinnar. Fyrirtæki hafa frest fram í júlí til að tryggja að minnst 40 prósent stjórnarmanna séu kvenkyns, eftir það grípa stjórnvöld til aðgerða til að hækka hlutfallið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×