Erlent

Hundruð þúsunda í hættu

Líf nokkur hundruð þúsunda íbúa Darfur-héraðs í Súdan er í hættu, að mati hjálparstofnana. Þeir segja ástandið í héraðinu hafa versnað undanfarna tvo mánuði, þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í Khartoum. Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. Glæpagengi fara þar um og ræna bílalestir hjálparsamtaka, sem hafa í kjölfarið neyðst til að flytja gögn einingis með þyrlum til fimm bæja. Ekki er hægt að bora eftir vatni sökum þessa, og talin hætta á að allt að tvö hundruð þúsund íbúar héraðsins fái því hvorki vatn né þurrt þegar þurrkatímabilið gengur í garð innan skamms. Meira en ein og hálf milljón íbúa Darfur hafa flúið undan arabísku skæruliðagengjum og öryggissveitum stjórnvalda, og þúsundir hafa verið drepnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem er á aukafundi í Nairóbí í Kenía, hefur lýst áhyggjum af ástandinu en ekki viljað hótað aðgerðum eða refsingum, grípi stjórnvöld í Khartoum ekki í taumana, en þau hafa verið sein til að bregðast við ástandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×