Erlent

Fini nýr utanríkisráðherra Ítala

Gianfranco Fini var í dag skipaður utanríkisráðherra Ítalíu, er ljóst var að Franco Fattini myndi hverfa til Brussel og taka þar sæti í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem samþykkt var í dag. Fini hefur í gegnum tíðina verið afar umdeildur, enda er flokkur hans arfleið nýnasistaflokks Ítalíu og hefur Fini meðal annars sagt Mussolini besta stjórnmálamann 20. aldarinnar. Í seinni tíð hefur hann þó mildast töluvert og meira að segja talað máli innflytjenda á Ítalíu. Talið er að Sylvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu muni eftir sem áður móta utanríkisstefnu landsins að mestu leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×