Erlent

Chirac og Blair stilltir

Jacques Chirac og Tony Blair sýndu á sér sínar prúðustu hliðar á sameiginlegum blaðamannafundi sem þeir héldu í Bretlandi í dag. Undanfarna daga hefur Chirac látið móðann mása um daprar afleiðingar innrásarinnar í Írak, en á fundinum í dag lögðu leiðtogarnir báðir áherslu á að Írak væri eini stóri ágreiningsvettvangur þjóðanna, en þær ættu afskaplega margt sameiginlegt. Það væri einfaldlega ekki hægt að koma í veg fyrir ágreining í einstökum málum, en á heildina litið væru samskipti Evrópurisanna tveggja með besta móti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×