Erlent

Léttklæddum dvergum stolið

Léttklæddum garðdvergum hefur verið stolið úr skemmtigarði í Þýskalandi. Dverganna er sárt saknað en þeir eru helsta aðdráttarafl Dwarf Park Trusetal þar sem gægjuhneigð gesta er fullnægt. Í gegnum skráargöt sést í hold garðdverganna sem þekktir eru fyrir djarfar stellingar. Frank Ullrich forstöðumaður garðsins óttast að sjá stjörnurnar sínar aldrei aftur þar sem þjófurinn hljóti að hafa fundið þeim stað í garðinum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×