Erlent

Nýr árgangur af rauðvínum

Frakkar sjá rautt þessi dægrin því fyrstu flöskurnar af nýjum rauðvínsárgangi eru komnar á markað. Það er ævinlega kátt á hjalla þegar Beaujolais Nouveau flöskurnar streyma inn á bari í Frakklandi, þriðja fimmtudag í nóvember, og það sama var uppi á teningunum í morgun. Þeir sem smökkuðu á sögðu árganginn frammúrskarandi, eins og reyndar er fullyrt á hverju ári. Þeir sem þykjast þekkja betur til vína fussa hins vegar og sveija, og segja vínið hið mesta glundur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×