Erlent

Fá sjúkraskýrslu Arafats

Palestínska heimastjórnin fær sjúkraskýrslu Jassers heitins Arafats í sínar hendur þrátt fyrir að frönsk lög heimili einungis að nánir ættingjar hans hafi aðgang að þeim. Ástæðan er sú að frændi Arafats, Nasser al-Qidwa, sem er fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, á rétt á að fá gögnin og ætlar að afhenda Palestínustjórn þau. Enn hefur ekki verið upplýst um banamein Arafats og hefur það valdið tortryggni. Palestínsk yfirvöld hafa óskað upplýsinga en ekki fengið þær þar sem frönsk lög banna að aðrir en ættingjar hafi aðgang að sjúkraskýrslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×