Erlent

Fölsuðum legókubbum fargað

Finnskir tollverðir hafa malað yfir tíu tonn af fölsuðum legókubbum, mélinu smærra, og verður duftið síðan brennt. Eins og allir vita eru hinir einu og sönnu legókubbar framleiddir í Danmörku. Kubbarnir sem finnska tollgæslan lagði hald á voru hins vegar framleiddir í Kína og var verið að flytja þá til Rússlands til sölu þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×