Erlent

Ósló dýrasta verslunarborg Evrópu

Það kveinka sér fleiri undan háu verðlagi en Íslendingar. Norðmenn eru nú í nokkurri geðshræringu yfir nýrri könnum sem sýnir að Ósló er dýrasta verslunarborg í Evrópu. Að strauja kortið á Karl Jóhannsgötu kostar 21 prósenti meira en meðaltalið er í ríkjum Evrópusambandsins. Danir eru næstir skandinavísku landanna með sautján prósent yfir meðaltali og Svíar í þriðja sæti með fjórtán prósent yfir meðaltali. Það var sænska fyrirtækið Pricerunner sem gerði könnunina. Ísland er ekki með í henni og það er því kannski óhætt að vitna í Backman Turner Overdrive og segja við Svíana: „You ain´t seen nothing yet.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×