Erlent

Sonur Thatchers verði framseldur

Stjórnvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu eru að leggja lokahönd á beiðni til Suður-Afríku um að framselja Mark Thatcher, son Margrétar Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Thatcher er sakaður um að hafa átt þátt í samsæri um að steypa ríkisstjórn Miðbaugs-Gíneu af stóli. Fjölmargir málaliðar sitja nú í fangelsi í landinu fyrir þessar sakir og Thatcher er sagður tengjast þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×