Erlent

Bílstjórar í verkfall

Hætta er á að samgöngur í Finnlandi verði í lamasessi í næstu viku. Frá því í síðustu viku hafa 1.300 rútubílstjórar sem keyra sunnan við Helsinki verið í verkfalli. Nú hafa vörubílstjórar, lestarstjórar og starfsmenn flugvalla sagst ætla í samúðarverkfall í næstu viku. Reiknað er með seinkunum á innanlands- og millilandaflugi, en Tero Palatsi aðstoðarforstjóri Finnair segist ekki reikna með að flug verði lagt niður. Rútubílstjórarnir eru með þessum aðgerðum að gagnrýna breytta stefnu fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá, sérstaklega fjölgun hlutastarfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×