Erlent

Ályktað gegn hryðjuverkum

Á ráðstefnu ríkja Mið- og Suður-Ameríku, auk Spánar og Portúgal, náðist sátt um að styðja ályktun gegn hryðjuverkum, sem lögð var fram af Kúbverjum. Í henni eru stjórnvöld í Panama ámæld fyrir að veita fjórum Kúbverjum sakaruppgjöf fyrir tilraun til að ráða Fidel Castro, forseta Kúbu, af dögum árið 2000. Þá var Castro staddur á ráðstefnu þessara ríkja í Panama. Einnig eru Bandaríkin gagnrýnd í ályktuninni fyrir að hleypa þremur mannanna inn í landið. Í ályktuninni kemur fram að sakaruppgjöfin samræmist ekki baráttunni gegn hryðjuverkum. Forsprakki fjórmenninganna, fyrrum CIA-liðsmaðurinn Luis Posada, er eftirlýstur í Venesúela fyrir að sprengja flugvél 1976, en 73 létust í sprengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×