Erlent

Hefja sölu á hluta úr Yukos

Rússnesk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um nauðungarsölu á hlut Yukos í stærstu framleiðsludeild fyrirtækisins, Yuganskneftegaz. Söluverðið rennur í ríkissjóð upp í greiðslu skatta sem skattayfirvöld segja fyrirtækið og forsvarsmenn þeirra hafa svikist um að borga. Steven Thede, starfandi forstjóri Yukos, kallaði ákvörðunina þjófnað skipulagðan af stjórnvöldum til að jafna um þá vegna pólitískra mála. Hann sagði ólöglegt samkvæmt rússneskum lögum að byrja á sölu nauðsynlegra hluta fyrirtækisins, samanber framleiðsludeildina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×