Mannréttindi einskis virt 19. nóvember 2004 00:01 "Samhliða því að bardagar í Falluja og annars staðar halda áfram virðist hver nýr dagur bera með sér ný merki algjörrar fyrirlitningar fyrir grundvallaratriðum mannúðar, þess að vernda mannslíf og mannlega virðingu," sagði Pierre Kraehenbühl, aðgerðastjóri Alþjóðanefndar Rauða krossins. Hann segir allar stríðandi fylkingar sekar um sömu fyrirlitninguna á mannúðarsjónarmiðum. "Við höfum miklar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem bardagar í Írak hafa á almenning í landinu," sagði Kraehenbühl sem var óvenju harðorður í garð stríðandi fylkinga. Hann fordæmdi meðal annars gíslatökur, morðið á hjálparstarfsmanninum Margaret Hassan og það hvernig bandarískur hermaður myrti vopnlausan, særðan vígamann. Íbúar Mosul bjuggu sig í gær undir meiriháttar árásir bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum í borginni. Hundruð sérþjálfaðra íraskra hermanna leituðu vígamanna í gamla hluta borgarinnar þar sem þeir telja meirihluta vígamanna í borginni hafa komið sér fyrir. Vera vígamanna og hermanna í gamla borgarhlutanum og undirliggjandi hætta á hörðum bardögum gerir það að verkum að margir íbúar þar treysta sér varla út fyrir hússins dyr. "Ef ég ætla út á götu til að kaupa kíló af tómötum verð ég að hafa börnin mín með mér svo Bandaríkjamenn haldi ekki að ég sé uppreisnarmaður og skjóti mig," sagði Ahmed Mahmud. Barátta vígamanna verður sífellt meiri hindrun fyrir uppbyggingarstarf í súnníþríhyrningi Íraks, sagði William Taylor sem hefur yfirumsjón með uppbyggingarstarfi Bandaríkjanna í Írak. "Á svæðum súnnímúslima og í Mosul er ástandið verra í dag en það var og við eigum í meiri vandamálum með öryggismál en áður," sagði Taylor og bætti við. "Við óttumst að á sumum svæðum, en ekki öllum, verði erfitt að halda kosningar." Hann sagði að til þess að auka líkur á að hægt yrði að halda kosningar yrði að efla uppbyggingarstarf. Erlent Fréttir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
"Samhliða því að bardagar í Falluja og annars staðar halda áfram virðist hver nýr dagur bera með sér ný merki algjörrar fyrirlitningar fyrir grundvallaratriðum mannúðar, þess að vernda mannslíf og mannlega virðingu," sagði Pierre Kraehenbühl, aðgerðastjóri Alþjóðanefndar Rauða krossins. Hann segir allar stríðandi fylkingar sekar um sömu fyrirlitninguna á mannúðarsjónarmiðum. "Við höfum miklar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem bardagar í Írak hafa á almenning í landinu," sagði Kraehenbühl sem var óvenju harðorður í garð stríðandi fylkinga. Hann fordæmdi meðal annars gíslatökur, morðið á hjálparstarfsmanninum Margaret Hassan og það hvernig bandarískur hermaður myrti vopnlausan, særðan vígamann. Íbúar Mosul bjuggu sig í gær undir meiriháttar árásir bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum í borginni. Hundruð sérþjálfaðra íraskra hermanna leituðu vígamanna í gamla hluta borgarinnar þar sem þeir telja meirihluta vígamanna í borginni hafa komið sér fyrir. Vera vígamanna og hermanna í gamla borgarhlutanum og undirliggjandi hætta á hörðum bardögum gerir það að verkum að margir íbúar þar treysta sér varla út fyrir hússins dyr. "Ef ég ætla út á götu til að kaupa kíló af tómötum verð ég að hafa börnin mín með mér svo Bandaríkjamenn haldi ekki að ég sé uppreisnarmaður og skjóti mig," sagði Ahmed Mahmud. Barátta vígamanna verður sífellt meiri hindrun fyrir uppbyggingarstarf í súnníþríhyrningi Íraks, sagði William Taylor sem hefur yfirumsjón með uppbyggingarstarfi Bandaríkjanna í Írak. "Á svæðum súnnímúslima og í Mosul er ástandið verra í dag en það var og við eigum í meiri vandamálum með öryggismál en áður," sagði Taylor og bætti við. "Við óttumst að á sumum svæðum, en ekki öllum, verði erfitt að halda kosningar." Hann sagði að til þess að auka líkur á að hægt yrði að halda kosningar yrði að efla uppbyggingarstarf.
Erlent Fréttir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira