Erlent

Bush varar Írana við

George Bush Bandaríkjaforseti varar Írana við að halda áfram framleiðslu kjarnavopna eins og fullyrt er að þeir geri í skýrslu Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, IAEA, sem gerð var opinber í vikunni. Formaður stofnunarinnar, Mohamed Elbaradei, segir m.a. í skýrslunni að Íranar hafi ekki látið af auðgun úrans eins og þeir hafi lofað að gera en slíkt úran er notað í kjarnorkusprengjur. „Þetta er grafalvarlegt mál og heimurinn veit það,“ sagði Bush í dag eftir fund sinn með forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×