Erlent

Feta sömu braut

Nýr leiðtogi PLO, Mahmud Abbas, sagði á þingi Palestínumanna að hann lofaði að feta í fótspor Jassers Arafat. "Við lofum að við munum halda áfram á sömu braut og þú (Arafat) lagðir til að uppfylla drauminn sem bjó alltaf með þér... að stofna sjálfstætt ríki Palestínu með Jerúsalem sem höfuðborg," sagði Abbas á þingfundinum, sem var sérstaklega haldinn til heiðurs Arafat. Líklegast er talið að Abbas sigri í forsetakosningunum sem verða haldnar 9. janúar, eftir að hann var útnefndur sem frambjóðandi Fatah.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×