Erlent

Ekki lengur hræddir við að ferðast

Bandaríkjamenn eru ekki lengur hræddir við að ferðast innanlands eins og þeir voru fyrst eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Þakkagjörðarhátíðarhelgin nálgast nú óðfluga og þegar í gær voru langar raðir á flugvöllum og járnbrautarstöðvum þó að aðalferðadagurinn sé venju samkvæmt í dag, fimmtudag. Búist er við tæplega fjörutíu milljónum flugfarþega. Miklar umferðartafir eru jafnframt víða og virðist sem Bandaríkjamenn setji hátt eldsneytisverð ekkert fyrir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×