Innlent

9 ára stúlku rænt

Níu ára stúlka var numin á brott í austurbæ Kópavogs síðdegis í gær og var skilin eftir við afleggjarann að Skálafelli. Lögregla lýsir eftir manninum. Stúlkan var á heimleið frá vinkonu sinni þegar maður, sem talinn er vera á tvítugsaldri, lokkaði hana upp í bíl til sín og ók með hana að afleggjaranum að Skálafelli. Þar lenti hann í snjókrapi og lét stúlkuna fara út úr bílnum, ók í burtu og skildi hana eina eftir. Um klukkan hálfsex, eða einni og hálfri klukkustund síðar, var lögreglu tilkynnt um að ökumaður jeppabifreiðar hefði ekið fram á stúlkuna á Þingvallavegi, blauta og kalda. Hann gerði foreldrum hennar viðvart samstundis. Lögregla getur ekki gefið upp að svo stöddu hvort barnið hafi verið beitt ofbeldi. Mannsins sem nam barnið á brott er leitað. Hann ók á rauðri fólksbifreið og atburðinn átti sér stað við Álfhólsveg, á hringtorginu við Bröttubrekku laust fyrir klukkan fjögur. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×