Innlent

Skólastjórar ræði við börn

Brýnt verður fyrir skólastjórum í Kópavogi að ræða við grunnskólabörn vegna brottnáms níu ára stúlku í bænum í fyrradag. Árni Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri fræðsluskrifstofu Kópavogs, segir að af gefnu tilefni hafi verið brýnt fyrir börnum í Digranesskóla, Hjallaskóla og Lindaskóla að fara ekki upp í bíl með ókunnugum. Þetta verður að sögn Árna endurtekið í öllum skólum í bænum í forvarnarskyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×