Erlent

Þora ekki heim

Stjórnarmenn olíurisans Yukos ætla að halda sig utan Rússlands enn um sinn, þar sem þeir eru smeykir um aðgerðir stjórnvalda gegn sér. Fjármálastjóri Yukos var í vikunni færður í yfirheyrslur hjá saksóknara og segjast hátt settir menn innan fyrirtækisins ekki treysta sér til þess að dvelja í heimalandi sínu fyrr en þeir geta verið vissir um að handtökur vofi ekki yfir. Eftir aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi undanfarna mánuði, hafa gengi í bréfum Yukos hrunið og eru nú komin undir einn dollara, en voru 16 dollarar fyrir aðeins einu ári síðan. Forsvarsmenn Yukos segja aðgerðir gegn fyrirtækinu þjóna pólitískum tilgangi. Mikhail Khodorkovski, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, sem nú situr í fangelsi er sem kunnugt er svarinn andstæðingur Vladimir Putín, forseta Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×