Erlent

Bin Laden ekki í Pakistan?

Hvorki finnst tangur né tetur af Osama Bin Laden, þrátt fyrir ítrekaða leit pakistanska hersins við landamæri Afghanistan, þar sem Bin Laden er sagður halda sig. Yfirmaður innan hers Pakistana segir þetta óyggjandi sönnun þess að Bin Laden sé alls ekki við landamærin, þar sem hann hafi það stóra sveit manna í kringum sig að öruggt sé að ummerki þess hefðu sést í einni af fjölmörgum leitarferðum hers Pakistana. Önnur lönd verði að leggja meira púður í að finna Bin Laden, þar eð allt bendi til þess að tekist hafi að bola honum burt frá Pakistan. Sérstaklega er lagt hart að afghönskum yfirvöldum, að hefja leitaraðgerðir, þar sem talið er líklegt að Osama haldi til ásamt fylgdarliði sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×