Erlent

Vinstriflokkurinn tapar enn

Vinstriflokkurinn sænski heldur áfram að tapa fylgi og mælist nú með lægsta fylgi sitt í áratug í skoðanakönnun sem Dagens Nyheter birti. Flokkurinn mælist með 6,5 prósenta fylgi. Fylgið hefur hrunið af Vinstriflokknum eftir sjónvarpsþátt þar sem sýnt var fram á að formanni flokksins, Lars Ohly, hefði áður þótt lítið til lýðræðis koma. Vinstriflokkurinn er arftaki gamla Kommúnistaflokksins. Miðju- og hægriflokkarnir njóta stuðnings 51 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni. Stærsti stjórnarflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn, mældist með 34,6 prósenta fylgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×