Erlent

Snákatemjarar hóta stjórnvöldum

Indverskir snákatemjarar hóta að sleppa baneitruðum snákum í þinghúsi indverska fylkisins Orissa ef yfirvöld þar halda fast í bann við snákasýningum á gangstéttum. Nokkrir snákatemjarar voru handteknir í Bhubaneshwar, höfuðborg Orissa, þar sem þeir voru með ólöglegar sýningar og var hald lagt á snákana. Snákatemjarar hafa brugðist illa við þessu og hóta aðgerðum. "Við lendum í þeirri stöðu að geta ekkert annað gert en að sleppa nærri fimm þúsund eitruðum snákum okkar í stjórnarbyggingum," sagði Kedar Das, einn snákatemjaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×