Erlent

Barghouti hættir við

Palestínski uppreisnarmaðurinn, Marwan Barghouti, sem situr í fangelsi í Ísrael, ætlar ekki að gefa kost á sér í væntanlegum forsetakosningum í Palestínu og taka við hlutverkinu af Jassirs Arafats, sem lést 11. nóvember síðastliðinn. Barghouti áformaði að bjóða sig fram gegn Mahmoud Abbas, en hætti við það og lýsti yfir stuðningi við Abbas, sem hefur verið lýstur frambjóðandi Fatah-hreyfingar Arafats heitins. Hanan Ashrawi, fulltrúi palestínsku löggjafarsamkundunnar, segir að með þessu sé Barghouti að undirstrika að hann leggi meiri áherslu á einungu Palestínu, en eigin frama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×