Erlent

Taj Mahal opið á nóttunni

Nú hefur verið ákveðið að hafa ástarhofið í Indlandi, Taj Mahal, einnig opið almenningi á nóttunni samkvæmt BBC. Þetta hefur ekki verið leyft í 20 ár vegna öryggisráðstafana. Hofið sem er nú orðið 350 ára gamalt verður því opið á nóttunni fimm sinnum í mánuði en ekki fá fleiri aðgang að hofinu en 400 manns í einu. Hofið sem keisarinn Shah Jahan lét byggja fyrir konu sína er einn best varðveitti staður í Indlandi og vegna breytingarinnar á opnunartíma hofsins hefur öryggisgæsla verið aukin til muna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×