Erlent

Kosið í Rúmeníu

Rúmenar ganga í dag að kjörborðum, þar sem kosið verður til forseta í landinu. Þeir sem til þekkja segja kosningarnar þær mikilvægustu og umtöluðustu í landinu síðan árið 1989 eftir fall kommúnismans. Á næstu tveim árum munu Rúmenar klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og stefna að inngöngu árið 2007 ásamt nágrönnum sínum Búlgaríu. Búlgarir eru lengra á veg komnir og hugsanlegt er að inngöngu Rúmena seinki um eitt ár. Gríðarlega mikilvægt er að viðræðurnar gangi vel, enda binda Rúmenar miklar vonir við að innganga í ESB muni draga úr hinni miklu fátækt sem ríkir í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×