Erlent

Fleiri taka þátt í heilögu stríði

Myndband hryðjuverkasamtakanna al-Qaeida fær fleiri og fleiri danska múslima til að taka þátt í svokölluðu heilögu stríði. Múslimum í Danmörku finnst umræðan í sinn garð óvæginn en forsætisráðherra landsins segir heilaga ritningu múslima ekki hafna yfir gagnrýni. Hinn dansk-marokkóski Said Mansour, sem hefur verið grunaður um aðild að hryðjuverkasamtökum, segir í viðtali við Jyllands Posten í dag að fleiri og fleiri danskir múslimar ákveði að taka þátt í heillögu stríði, eftir að hafa horft á myndbandið, sem sýnir meðal annars dráp á rússneskum hermönnum í Tsétséníu. Hann segir að fleiri en þúsund danskir múslimar hafi séð myndbandið, sem hann hefur meðal annars selt sjálfur í bókabúð í Brønshøj, á Kaupmannahafnarsvæðinu. Mansour segir mikilvægt að múslimar gleymi ekki fortíðinni og því sem hafi verið gert á þeirra hlut. Myndin sé heimild um baráttuna gegn óvinum íslamstrúarinnar og sýni þess vegna dráp á rússneskum hermönnum í Tsétsétníu, sem hafa löngum barist við íslamska aðskilnaðarsinna. Annar danskur múslimi, sem er nú laus úr Guantanamo fangelsinu á Kúbu, vegna gruns um tengsl við talíbana í Afganistan, segist hafa séð myndina í mosku í Árósum. Eftir það hafi hann ákveðið að taka þátt í heilögu stríði og ganga til liðs við íslamska aðskilnaðarsinna í Tsétséníu. Þessi maður hristi heldur betur uppí dönsku samfélagi fyrr í haust þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali, að forsætisráðherra Danmerkur gæti verið réttlátt skotmark í heilögu stríði vegna þátttöku Dana í Íraksstríðinu. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt að kenna þurfi innflytjendum vestræn gildi um frjálshyggju, til að auðvelda aðlögun þeirra og skilning á dönsku samfélagi. Í Berglinske Tidende í gær sagði hann að heilagur bókstafur múslima væri ekki hafinn yfir gagnrýni í Danmörku. Berglingske Tidende segir niðurstöðu óformlegrar könnunar meðal danskra múslima þá að mörgum þeirra þykir umræðan í sinn garð ósanngjörn. Íslömsk trúarsamtök í Danmörku hafa boðið ráðherra innflytjendamála á sinn fund til að ræða um málfrelsi og vonar leiðtogi samtakanna að opinn umræða verði til að auka Dana á íslamstrú og öfugt. Ráðherra innflytjendamála hefur rætt um svona fund og íhugar nú hvort hann þiggi boðið. Hann segir þó að hann vilji frekar að fulltrúar allra múslimahópa í Danmörku



Fleiri fréttir

Sjá meira


×