Erlent

Ferðamenn á ný til Afganistan

Ferðaþjónusta er aftur að lifna við í Afganistan eftir áratugalöng átök í landinu. Afganistan var vinsæll áfangastaður ferðamanna á áttunda áratug síðustu aldar, en síðastliðin ár og áratugi hefur lítið farið fyrir ferðamönnum á svæðinu vegna áratugalangra átaka. Á sama tíma og stjórnvöld landsins reyna nú að byggja upp efnahaginn, reyna heimamenn að blása lífi í ferðamennskuna, og þeim fjölgar stöðugt sem sýna landinu áhuga. Ferðamenn segja margir að fólkið í landinu sé afar vingjarnlegt og hægt sé að ganga um hvar sem er í Kabúl. Í Afganistan er mikið verk enn óunnið og víða skortir hótel og rafmagn, en ýmsir telja landið ævintýri líkast. Risa búdda líkneski, sem sögð eru höggvin út úr bergi í Bamiyan í Afganistan fyrir um tvö þúsund árum, þóttu ómetanleg menningarverðmæti, en Talibanastjórnin lét nánast eyðileggja þau fyrir nokkrum árum. Verið er að reyna að bjarga hluta þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×