Erlent

Hafa samráð við Palestínumenn

Ísraelsmenn munu rýma landnemabyggðir á Gaza-ströndinni í samráði við palestínsk stjórnvöld að sögn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Tilkynningin eykur bjartsýni á að hægt verði að koma á stöðugleika fyrir botni Miðjarðarhafs en áður en Arafat lést hafði Sharon sagt að rýming landnemabyggðanna yrði gerð einhliða af hálfu Ísraelsmanna. Við fráfall Arafats hafi hins vegar forsendur breyst og forseta bráðabirgðastjórnar Palestínu, Mahmoud Abbas, sé treystandi til samráðs því hann sé mótfallinn hryðjuverkum. Þá segir Sharon að Palestínumenn muni fá yfirráð yfir herteknu svæðunum um leið og þau hafi verið rýmd. Það er von manna að þær aðstæður sem hafa skapast á undangengnum vikum verði til þess að friðarvegvísirinn frá 2003 komist aftur á dagskrá, en ýmislegt bendir til þýðu í samskiptum deilenda, til dæmis hefur Sharon sagt að Ísraelsmenn muni reyna að greiða fyrir kosningum í Palestínu í janúar á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×