Erlent

Harður jarðskálfti í Japan

Harður jarðskálfti upp á 7,1 stig á Richter varð í Japan í gærkvöldi. Að minnsta kosti átta manns slösuðust í skjálftanum. Upptökin voru á japönsku eyjunni Hokkaido og skall flóðbylgja á eyjunni í kjölfar skjálftans. Hann fannst víða um norðurhluta Japans. Ekki hafa borist fregnir af tjóni en stórir skjálftar hafa riðið yfir norðurhluta landsins undanfarinn mánuð og er eyðilegging vegna þeirra orðin mikil. Eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar skjálftans í gær og er búist við fleirum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×