Erlent

Jafnaðarmannaflokkurinn vann

Adrian Nastase, forsætisráðherra Rúmeníu, hefur lýst yfir sigri Jafnaðarmannaflokksins í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Útgönguspár benda til þess að flokkurinn hafi unnið meira fylgi en miðflokkur stjórnarandstöðunnar. Rúmenski jafnaðarmannaflokkurinn er arftaki kommúnistaflokks Ceausecu, fyrrverandi forseta landsins. Útgönguspár benda jafnframt til þess að það verði Nastase og Basescu, leiðtogi Réttlætis- og sannleiksbandalagsins, sem hljóti flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna og þar af leiðandi muni þurfa að kjósa á milli þeirra tveggja í annarri umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×