Erlent

Dómari dæmdur fyrir barnaklám

Dómari við viðskiptaréttinn í Danmörku var í morgun dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa dreift barnaklámi á Netinu. Þrír mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir að því tilskildu að maðurinn leiti sér meðferðar vegna hneigðar sinnar til barna. Manninum, sem er 51 árs, var vikið úr stöðu dómara síðastliðið vor eftir að mikið af barnaklámi fannst í tölvunni hans í kjölfar ábendingar frá Scotland Yard. Hann viðurkenndi að hafa átt 664 ljósmyndir og 93 kvikmyndir með barnaklámi sem hann hafði dreift til þúsunda manna. Hann greindi frá því við réttarhöldin að hann væri heltekinn af tilhugsuninni um kynlíf með börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×