Erlent

Efnahagskerfi Úkraínu gæti hrunið

Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, segir að efnahagskerfi landsins kunni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins í landinu. Kútsma segir að færi svo yrði hvorki hægt að kenna sér né ríkisstjórn sinni um það, enda sé starfsumhverfi ríkisstjórnarinnar óboðlegt þessa dagana. Tugþúsundir mótmælenda eru enn á götum úti í Kænugarði og krefjast þess að kosningarnar verði haldnar á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×