Erlent

Laug ekki að þjóðinni

Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, segist ekki hafa logið vísvitandi að spænsku þjóðinni eftir hryðjuverkin í Madrid í mars þegar hann lýsti því yfir að hryðjuverkasamtök ETA bæru ábyrgð á verknaðinum. Aznar segist aðeins hafa sagt það sem talið hafi verið rétt miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu á þeim tíma. Hann segir aðra en sjálfan sig hafa komist að sömu niðurstöðu á undan sér og það hafi verið móðursýkislegt að horfa upp á andstæðinga sína og fjölmiðla reyna að búa til samsæri um lygar og blekkingar. Þetta kom fram í máli hans frammi fyrir nefnd sem rannsakar hryðjuverkin í Madrid í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×