Erlent

Dregið hefur úr hryðjuverkum

Dregið hefur úr ofbeldisverkum í Írak eftir árás bandarískra og íraskra hersveita á Falluja, sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. "Umfang glæpsamlegra aðgerða hefur minnkað og heldur áfram að minnka eftir aðgerðirnar í Falluja," sagði Allawi í sjónvarpsútsendingu þar sem hann svaraði spurningum áhorfenda. "Við höldum áfram að hreinsa út hryðjuverkaöflin í Falluja og undirbúum það að íbúarnir geti snúið aftur til borgarinnar," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×