Erlent

Hinir lugu sagði Aznar

"Það voru aðrir en við sem lugu," sagði Jose Maria Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, þegar hann bar vitni frammi fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars. Aznar þvertók fyrir að stjórn sín hefði sagt ósátt þegar hún sakaði ETA, hryðjuverkahreyfingu Baska, um að bera ábyrgð á árásunum strax í aðdraganda þeirra. "Við sögðum sannleikann eins og hann blasti við okkur," sagði Aznar. Rannsókn leiddi í ljós að íslamskir hryðjuverkamenn sem tengjast al-Kaída stóðu að árásinni. Afstaða spænsku stjórnarinnar, þegar fram komu vísbendingar um aðild al-Kaída, ollu mikilli reiði á Spáni og missti stjórnin óvænt meirihluta sinn í þingkosningum rétt eftir árásirnar. Aznar sakaði Sósíalistaflokkinn, sem vann sigur í kosningunum, og fjölmiðla þeim hliðholla um að hafa farið offari eftir árásirnar og fram að kosningum. Hann sagði stjórn sína hafa sætt ólýðræðislegum og ósönnum ásökunum sem hefði reynst henni dýrkeypt í kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×