Nýjar kosningar eina leiðin 29. nóvember 2004 00:01 Leóníd Kútsma, forseti Úkraínu segir að nýjar forsetakosningar kunni að vera eina leiðin til að losa þjóðina úr þeirri spennutreyju sem hún sé í. Ólga fer hratt vaxandi með hótunum um aðskilnað og sjálfsstjórn í austurhluta landsins. Janúkovítsj, sem hefur verið lýstur sigurvegari í kosningunum, segist styðja að þær verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Spennan er slík í landinu að óttast er að upp úr sjóði. Stjórnarandstaðan vill láta ógilda kosningarnar og boða til nýrra þann 12. desember vegna kosningasvika. Myndband sem sýnt var í sjónvarpi í dag sýnir eyðileggingu á kjörgögnum og kjósendur sem ekið er um í bíl merktum stórnvöldum á milli margra kjörstaða, og kjósendum eru réttir fleiri en einn kjörseðill. Hæstiréttur landsins hóf að fjalla um málið í morgun en það mun eflaust taka nokkra daga að ná niðurstöðu. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Júsjenkos standa nú þúsundum saman fyrir utan Hæstarétt. Þar eru einnig samankomnir stuðningsmenn Janúkovítsj sem yfirkjörstjórn Úkraínu hefur lýst sigurvegara. Þeir hóta að krefjast sjálfstjórnar í austurhluta landsins ef Júsjenko, keppinautur hans, verður lýstur sigurvegari. Sergej Kunitsyn, forsætisráðherra Krímskaga, segir fulltrúa frá yfirvöldum í Rússlandi spyrja hvort ekki sé brýnt að boða til kosninga til að skera úr um aðskilnað sjálfsstjórnarlýðveldisins Krím og að það gerist aðili að ríkjasambandi Rússlands. Viktor Janúkovítsj lýsti því óvænt yfir í dag að hann myndi styðja að kosningarnar verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Á meðan hafa leiðtogar fjölda landa lýst yfir áhyggjum sínum af ólgunni í landinu. Fráfarandi forseti, Leóníd Kútsma, segir útilokað að landinu verði skipt og varaði við hættunni á því að efnahagur landsins hrynji vegna deilnanna. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, segir að fyrst af öllu beri að endurtaka kosningarnar án alls ofbeldis og að skera verði úr um öll ágreiningsmál eins og haft hafi verið eftir Hæstarétti í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir áhyggjuefni flestra í dag sé hvernig best sé að halda landinu saman, greina hvað hafi gerst, hvaða skref beri að stíga næst og gera það þannig að fólki verði ekki misboðið. „Ég tel að best sé að þetta sé í höndum fólksins á bak við tjöldin,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Leóníd Kútsma, forseti Úkraínu segir að nýjar forsetakosningar kunni að vera eina leiðin til að losa þjóðina úr þeirri spennutreyju sem hún sé í. Ólga fer hratt vaxandi með hótunum um aðskilnað og sjálfsstjórn í austurhluta landsins. Janúkovítsj, sem hefur verið lýstur sigurvegari í kosningunum, segist styðja að þær verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Spennan er slík í landinu að óttast er að upp úr sjóði. Stjórnarandstaðan vill láta ógilda kosningarnar og boða til nýrra þann 12. desember vegna kosningasvika. Myndband sem sýnt var í sjónvarpi í dag sýnir eyðileggingu á kjörgögnum og kjósendur sem ekið er um í bíl merktum stórnvöldum á milli margra kjörstaða, og kjósendum eru réttir fleiri en einn kjörseðill. Hæstiréttur landsins hóf að fjalla um málið í morgun en það mun eflaust taka nokkra daga að ná niðurstöðu. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Júsjenkos standa nú þúsundum saman fyrir utan Hæstarétt. Þar eru einnig samankomnir stuðningsmenn Janúkovítsj sem yfirkjörstjórn Úkraínu hefur lýst sigurvegara. Þeir hóta að krefjast sjálfstjórnar í austurhluta landsins ef Júsjenko, keppinautur hans, verður lýstur sigurvegari. Sergej Kunitsyn, forsætisráðherra Krímskaga, segir fulltrúa frá yfirvöldum í Rússlandi spyrja hvort ekki sé brýnt að boða til kosninga til að skera úr um aðskilnað sjálfsstjórnarlýðveldisins Krím og að það gerist aðili að ríkjasambandi Rússlands. Viktor Janúkovítsj lýsti því óvænt yfir í dag að hann myndi styðja að kosningarnar verði endurteknar ef svik verða sönnuð. Á meðan hafa leiðtogar fjölda landa lýst yfir áhyggjum sínum af ólgunni í landinu. Fráfarandi forseti, Leóníd Kútsma, segir útilokað að landinu verði skipt og varaði við hættunni á því að efnahagur landsins hrynji vegna deilnanna. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, segir að fyrst af öllu beri að endurtaka kosningarnar án alls ofbeldis og að skera verði úr um öll ágreiningsmál eins og haft hafi verið eftir Hæstarétti í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir áhyggjuefni flestra í dag sé hvernig best sé að halda landinu saman, greina hvað hafi gerst, hvaða skref beri að stíga næst og gera það þannig að fólki verði ekki misboðið. „Ég tel að best sé að þetta sé í höndum fólksins á bak við tjöldin,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira