Erlent

120 hvalir syntu á land

Yfir eitt hundrað og tuttugu hvalir drápust þegar þeir syntu á land við strendur Ástralíu í dag og í gær. Vísindamenn vita ekki hvað olli þessari hegðun hvalanna.  Íbúum eyja við suðurströnd Ástralíu brá nokkuð í gær þegar þeir uppgötvuðu að um allar strendur lágu grindhvalir og höfrungar sem höfðu synt á land. Nokkrir voru enn á lífi og reyndu björgunarmenn og íbúar eyjanna allt hvað þeir gátu í dag að koma í veg fyrir að þeir dræpust. Líffræðingar tóku sýni úr dauðu hvölunum og rannsaka nú veðurskilyrði til að reyna að finna út hvað olli þessari hegðun skepnanna. Það er afar sjaldgæft að svo margir hvalir í einu syndi upp á landi og einn eyjaskegggja, sem búið hefur á eyjunum í hálfa öld, sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt. Vísindamenn segja að rándýr, eins og háhyrningur, gæti hafa rekið dýrin á land. Aðrir vísindamenn segj að kaldir hafstraumar frá suðurskautslandinu geti valdið þessari undarlegu hegðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×