Erlent

Þingið samþykki vantrauststillögu

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, Viktor Júsenko, hefur lýst því yfir að hann muni biðja þingið að samþykkja vantrauststillögu á stjórn Viktors Janúkovítsj. Tugir þúsunda stuðningsmanna stjórnarandstæðingsins Júsenkós mótmæla á götum úti í Kíev í Úkraínu, níunda daginn í röð. Mikil ólga er í landinu og óttast menn að upp úr geti soðið. Leóníd Kútsma, forseti Úkraínu, sagði í gær að úkraínska þjóðin geti endurtekið forsetakosningarnar, ef það sé eina leiðin til að leysa deilurnar. Þær hafa stigmagnast frá því síðari umferð forsetakosninganna fór fram í landinu fyrir rúmri viku en fylgismenn Júsenkos saka Janúkovítsj forsætisráðherra um kosningasvindl. Nú er beðið eftir að Hæstiréttur Úkraínu úrskurði um kærumál vegna kosninganna en fyrirfram er talið að það geti tekið um viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×