Erlent

Von á fleiri hryðjuverkum í BNA

Hægri hönd Osama bin Ladens, Ayman al-Zawarhiri (LUM), segir baráttuna gegn Bandaríkjunum hvergi nærri lokið. Í myndbandi sem sýnt var á arabísku sjónvarpstöðinni al-Jazeera í gær segir hann að al-Kaída muni halda baráttunni áfram þar til Bandaríkjamenn breyti afstöðu sinni gegn múslimum. Hann lagði einnig áherslu á að baráttuþrek al-Kaída liða fari hvergi þverrandi og baráttan gegn Bandaríkjunum muni aldrei hætta. Þetta er annað myndbandið frá al-Zawarhiri á tæpum tveimur mánuðum. Í myndbandi sem birt var 1. október síðastliðinn hvatti al-Zawarhiri unga múslima til að berjast gegn Bandaríkjunum og hótaði jafnframt aðgerðum gegn Vesturlöndum og löndum í Asíu. Bandaríkjamenn hafa boðið 25 milljónir dollarar þeim sem handsamar al-Zawarhiri en að mati Bandaríkjamanna er hann aðalhugmyndafræðingurinn í al-Kaída samtökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×