Erlent

Schwarzenegger verður ekki forseti

Maria Shriver, eiginkona Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu, segir að eiginmaður hennar verði aldrei forseti Bandaríkjanna. Shriver, sem er fræg fréttakona, segir að Bandaríkjamenn muni hugsanlega einhverntíma breyta stjórnarskránni þannig að innflytjandi geti orðið forseti. Það sé hins vegar ferli sem taki mörg, mörg ár og þau hjónin verði þá löngu horfin af sjónvarsviðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×