Erlent

Mjallhvít á nektarmyndum

Aðstandendur jólahátíðarinnar í Dresden í Þýskalandi, þar sem Mjallhvít og dvergarnir sjö eru færðir upp árlega, hafa rekið Mjallhvíti úr hlutverkinu eftir að hún lét taka af sér nektarmyndir í freyðibaði, skreyttu rósaknöppum. Stúlkan, sem gegnt hefur hlutverki Mjallhvítar í nokkur ár, nýtur hins vegar mikilla vinsælda og hefur ekki ómerkari maður en borgarstjórinn í Dresden farið þess á leit að hún fái uppreisn æru, og ekki þarf að spyrja að söknuði dverganna sjö yfir þessum missi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×