Erlent

Hátt í 400 létust í aurskrið

Í það minnsta 340 manns létust og 150 til viðbótar er saknað eftir að óveður gekk yfir Filippseyjar. Flóð og aurskriður steyptust yfir bæina Real, Infanta og Nakar skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt og grófu marga íbúa lifandi. Myrkur og slæmt veður hamlaði björgunaraðgerðum í gær. Björgunarmenn áttu í vandræðum með að komast til bæjarins Real þar sem 150 manna er saknað eftir að óveðrið gekk yfir. Trjábolir sem flóðin hrifu með sér brutu niður brýr og einangruðu þannig bæina sem urðu verst fyrir barðinu á óveðrinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×