Erlent

Milljónir lögðu niður störf

Milljónir ítalskra launþega fóru í verkfall í gær til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Verkfallið er það fimmta á hálfu þriðja ári sem boðað er til í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnar Silvios Berlusconi. Heilbrigðisstarfsmenn lögðu niður störf í átta tíma og féll öll starfsemi niður nema lífsnauðsynlegar aðgerðir. Lestarstarfsmenn fóru í fjögurra klukkutíma verkfall fyrir hádegi og flugvallarstarfsmenn lögðu niður störf í fjóra tíma eftir hádegi. Samgöngur fóru því úr skorðum og þurfti Alitalia-flugfélagið að aflýsa 136 flugferðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×