40 milljónir smitaðar af alnæmi 1. desember 2004 00:01 Fjörutíu milljónir manna um allan heim eru smitaðar af alnæmisveirunni. Viðhorf til kvenna og samkynhneigðra er víða þrándur í götu forvarna. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag. Þó að alnæmisveiran geri ekki greinarmun á fólki og breiðist út alls staðar er ástandið alvarlegast í sunnanverðri Afríku. Þar er meirihluti smitaðra konur, margar á aldrinum 15-24 ára. Í þeim árgangi eru þrisvar sinnum fleiri konur smitaðar heldur en karlmenn. Ástæðan er meðal annars sú að hver smitaður karlmaður smitar oft margar konur sem eru ekki alltaf í aðstöðu til að hafna kynlífi. Kúgun kvenna er í brennidepli Alþjóðlega alnæmisdagsins sem er í dag en fjöldi smitaðra kvenna hefur margfaldast á tveimur árum. Fáfræði og fordómar hamla einnig baráttunni gegn alnæmisveirunni. Víða er það enn talin skömm að greinast sýktur og sjúkdómurinn tengdur samkynhneigð. Í Kína og á Indlandi, þar sem alnæmi hefur breiðst út með miklum hraða undanfarið, hafa stjórnvöld nú loks ákveðið að takast þurfi á við vandann og hefja opinbera umræðu um vána. Í Kína hittu ráðamenn alnæmissmitaða opinberlega og sögðu þörf á átaki í baráttunni og á Indlandi stendur til að auka forvarnafræðslu meðal ungs fólks og á landsbyggðinni. Rauði kross Íslands heldur úti alnæmisverkefnum í Suður-Afríku, Mósambík og Malaví í samstarfi við Rauða krossinn í þeim löndum. Í þeim verkefnum nær fræðsla um smitleiðir alnæmis til rúmlega 60 þúsund manna og hlúð er að um 700 alnæmissmituðum manneskjum. Rauði kross Íslands hyggst á næstunni leggja aukna áherslu á að ná til barna sem hafa misst foreldra sína í helgreipar alnæmis. Þau fá meðal annars mataraðstoð, styrk til skólagöngu og aðra einstaklingsbundna aðstoð. Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Fjörutíu milljónir manna um allan heim eru smitaðar af alnæmisveirunni. Viðhorf til kvenna og samkynhneigðra er víða þrándur í götu forvarna. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag. Þó að alnæmisveiran geri ekki greinarmun á fólki og breiðist út alls staðar er ástandið alvarlegast í sunnanverðri Afríku. Þar er meirihluti smitaðra konur, margar á aldrinum 15-24 ára. Í þeim árgangi eru þrisvar sinnum fleiri konur smitaðar heldur en karlmenn. Ástæðan er meðal annars sú að hver smitaður karlmaður smitar oft margar konur sem eru ekki alltaf í aðstöðu til að hafna kynlífi. Kúgun kvenna er í brennidepli Alþjóðlega alnæmisdagsins sem er í dag en fjöldi smitaðra kvenna hefur margfaldast á tveimur árum. Fáfræði og fordómar hamla einnig baráttunni gegn alnæmisveirunni. Víða er það enn talin skömm að greinast sýktur og sjúkdómurinn tengdur samkynhneigð. Í Kína og á Indlandi, þar sem alnæmi hefur breiðst út með miklum hraða undanfarið, hafa stjórnvöld nú loks ákveðið að takast þurfi á við vandann og hefja opinbera umræðu um vána. Í Kína hittu ráðamenn alnæmissmitaða opinberlega og sögðu þörf á átaki í baráttunni og á Indlandi stendur til að auka forvarnafræðslu meðal ungs fólks og á landsbyggðinni. Rauði kross Íslands heldur úti alnæmisverkefnum í Suður-Afríku, Mósambík og Malaví í samstarfi við Rauða krossinn í þeim löndum. Í þeim verkefnum nær fræðsla um smitleiðir alnæmis til rúmlega 60 þúsund manna og hlúð er að um 700 alnæmissmituðum manneskjum. Rauði kross Íslands hyggst á næstunni leggja aukna áherslu á að ná til barna sem hafa misst foreldra sína í helgreipar alnæmis. Þau fá meðal annars mataraðstoð, styrk til skólagöngu og aðra einstaklingsbundna aðstoð.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira