Erlent

Barghouthi býður sig fram

Palestínuleiðtoginn Marwan Barghouthi, sem þessi misserin situr í fangelsi í Ísrael, hefur ákveðið að bjóða sig fram í kosningunum um forseta heimastjórnar Palestínu sem fram eiga að fara 9. janúar næstkomandi. Þetta var haft eftir palestínskum ráðamanni nú síðdegis en Barghouthi hafði áður lýst því yfir að hann hygðist ekki bjóða sig fram. Sá eini sem hafði tilkynnt framboð sitt hingað til var Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. Hamas-samtökin lýstu því yfir fyrr í morgun að þau ætli að sniðganga forsetakosningarnar en til þeirra var boðað í kjölfar andláts Jassers Arafats á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×