Erlent

Ákvörðun þingsins ólögleg

Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti því yfir fyrir stundu að hann myndi ekki sætta sig við það að ríkisstjórn hans hafi verið vikið frá völdum af úkraínska þinginu í morgun því frávikningin væri ólögleg. Deilan um úrslit forsetakosninganna tók óvænta stefnu í dag þegar Janúkovítsj óskaði eftir því við Hæstarétt landsins að úrslitin yrðu ógilt. Áður hafði Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kært kosningarnar til Hæstaréttar og Janúkovítsj hafnað því að láta kjósa á nýjan leik þar sem hann væri lýstur sigurvegari. Í kæru Júsjenkos er yfirkjörstjórn Úkraínu sökuð um kosningasvik og að úrslit forsetakosninganna endurspegli ekki vilja kjósenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×