Erlent

Fengju ekki að taka upp evru í dag

Grikkir hefðu ekki fengið aðild að evrusvæðinu ef bókhald þeirra hefði verið í samræmi við raunveruleikann og fengju ekki aðild í dag. Þetta er niðurstaðan af rannsókn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á brotum Grikkja á reglum evrusvæðisins. Grikkir þurftu, líkt og önnur ríki, að sýna fram á það við upptöku evrunnar að hallarekstur ríkissjóðs næmi ekki meira en þremur prósentum af vergri landsframleiðslu. Reikningarnir sýndu á sínum tíma að Grikkir væru vel innan þeirra marka en ný stjórn sem tók við völdum í vor viðurkenndi að ríkisreikningar hefðu ekki endurspeglað raunveruleikann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×