Fjárlögin samþykkt á Alþingi 4. desember 2004 00:01 Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira